Hljóðóþol afhjúpað: Ósýnileg áskorun sem snýst um hatur á hljóði.

Hljóðóþolspróf: Gætir þú verið með hljóðóþol?

·       Ég forðast að yfirgefa húsið af því að ég þoli ekki ákveðin hljóð.

·       Hljóð í öðru fólki að tyggja trufla mig.

·       Þegar ég sit við hlið ástvina minna þá eru hljóðin frá þeim truflandi, öndun, fitl, hósti.

·       Þegar fólk snýtir sér eða ræskir sig þá beinist öll mín athygli að því og ég á erfitt með að slaka á.

·       Ég hata að horfa á endurteknar hreyfingar hjá fólki. Þegar það til dæmis smellir penna, slær með puttum eða sveiflar fótum.

·       Þegar ég er að vinna finnst mér hljóðið frá viftu eða ísskáp truflandi.

·       Meira að segja náttúruhljóð líkt og gelt, hljóð í vindi, laufum og trjám finnast mér truflandi.

·       Sambúð með öðrum er erfið þar sem dagleg hljóð trufla mig, til dæmis fótatak og ásláttur á lyklaborð.

·       Ég þarf hljóðlausa klukku af því að ég get ekki verið í sama herbergi og tifandi klukka.

·       Mér finnst enginn skilja næmni mína gagnvart hljóði og þeim finnst ég ofgera.