Hljóðóþol í kjölfar heilahristings. Plátúnsfugl olli mér hljóðóþoli

Maðurinn minn við matarborðið: „Tygg. Tygg. Smjatt. Smjatt. Sull. Gníst. Smellur.“

„Af hverju tyggurðu svona hátt?!“ kvarta ég hátt.

„Þetta er grænkálssalat. Hljóðin í þér eru alveg jafn hávær eins og í mér.“ Svarar hann reiðilega.

Þegar hann tyggur heyri ég „Sull-sull-sullumbull hljóð“ sem fylla út í allan hljóðheiminn. Síðan allan skynheiminn. Ég sé fyrir mér munnvatn. Eins og mér sé þrýst að bílrúðu sem er umflotin horkenndu munnvatni sem lekur niður fyrir framan andlitið á mér.

Líkaminn öskrar „Flýðu! Flýðu! Forðaðu þér!“ Um leið og hjartað hamast í brjóstinu. Ég flýti mér að taka fyrir eyrun og hrópa „Hættu þessu sull-sull-sullumbulli!“ Ég get ekki beðið í eina sekúndu eftir að hann hætti og rýk út úr herberginu til að sækja hljóðútilokandi eyrnatól sem ég á. Önnur kvöldmáltíð farin í vaskinn.

Ég var ekki alltaf svona. Ekki áður en ég fékk heilahristinginn.