Misophonia@school, Inngilding nemenda með hljóðóþol í evrópskum skólum, er Erasmus+ samstarfsverkefni sem litið hefur dagsins ljós þökk sé fjármögnun frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gegnum Erasmus+ áætlunina (ítölsku skrifstofuna). Misophonia@school verkefnið beinist að menntastigi með tvennan tilgang sem virðist skipta mestu máli í augnablikinu: – Í fyrsta lagi að útbúa vefnámskeið fyrir kennara á tilteknu skólastigi og greiningartól í formi snjalltækjaforrits byggt á nýjustu vísindalegu niðurstöðum, sem kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi geta notað til að greina nemendur með hljóðóþol og ná tökum á ástandinu; – Í öðru lagi að hjálpa nemendum á breiðum grunni með því að miðla óheftri vísindalegri þekkingu um hljóðóþol og tengda hluti sem geta haft áhrif á margvísleg tilfinninga-, menntunar- og þroskaferla, sem er gert í gegnum vefgagnamiðstöð um hljóðóþol og gerð vísindalegrar og hagnýtrar handbókar. Til að ná þessum markmiðum var stofnað til samstarfs 8 landa þar sem saman koma reynslumiklir aðilar og sérfræðingar frá Austurríki, Ítalíu, Slóveníu, Kýpur, Íslandi, Spáni, Póllandi og Tyrklandi. Misophonia@School verkefnið hófst 1. september 2020 og því lauk 31. ágúst 2023. |
The Misophonia@School project will carry out study and implementation activities addressed to produce the following four Intellectual Outputs:
All Misophonia@School products will be progressively available on this website in 9 languages: English, Italian, Spanish, Poland, Turkish, German, Slovenian, Greek and Icelandic.
Stuðningur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við gerð þessarar vefgagnamiðstöðvar felur ekki í sér stuðning við innihaldið sem endurspeglar einungis sjónarmið höfunda og Framkvæmdastjórnin er á engan hátt ábyrg fyrir hverslags notkun sem kann að byggja á innihaldi hennar.
Verkefnisnúmer: 2020-1-IT02-KA201-079622
© Misophonia@School 2023