Apurva

Apurva er nemandi sem glímir við hljóðóþol. Lesið meira um sögu Apurva af hljóðóþoli!
Hæ! Ég heiti Apurva og það vill svo til að ég glími við hljóðóþol. Það er erfitt að vera menntaskólanemi með áhyggjur af umsóknum um háskóla og vera stressaður yfir heimavinnu og búa jafnframt við svo mikla streitu vegna matarhljóða að geta varla borðað brauðsneið án þess að langa til að grýta einhverju. Það sem pirrar mig er tyggingahljóð. Sullið í munnvatninu hjá einhverjum er nóg til að gera mig óðann.
Hvernig vissi ég að ég var með hljóðóþol?
Ég áttaði mig á því þegar ég var á öðru ári í framhaldsskóla þegar ég var fastur heima með fjölskyldunni og kvíðastigið hækkaði og hækkaði. Auðvitað reiddist ég yfir matarhljóðum fyrir þann tíma en ég afgreiddi það einfaldlega sem væl. En á meðan við vorum í sóttkví hélt ég það ekki út að sitja við matarborðið og hlusta á fjölskylduna gúffa í sig matinn. Það var á sunnudegi sem ég áttaði mig á því að „vælið“ væri mögulega eitthvað annað og meira.
Ég var stressaður yfir prófunum sem voru fram undan í vikunni og neyddist til að sitja með fjölskyldunni við hádegisborðið. Ég er ekki viss um hvað brast en mér leið skyndilega eins og ég væri að drukkna, bara ekki í vatni. Ég áttaði mig á því að styrkur óþægindanna í samspili við prófakvíðann hafði komið af stað kvíðakasti, mínu fyrsta. Þetta gerðist aftur í vikunni þar á eftir og aftur í næstu viku eftir það. Og að lokum í skólanum. Í öll skiptin var það tyggingahljóð sem hrintu mér fram af brúninni. Ég leitaði á Google að mögulegum skýringum á því hversu reiður ég var þegar ég heyrði fólk tyggja.