Hjá fólki með hljóðóþol eru óeðlileg samskipti milli heyrnar- og vöðvastjórnunarhluta heilans.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar voru fram til ársins 2017, ársins sem ég birti grein mína „The Brain Basis for Misophonia“, sýna að hjá fólki með hljóðóþol eru afbrigðileg samskipti milli hljóðstöðva heilans og vöðvastjórnunarstöðva hans. Þetta eru í raun ofur næm tengsl. Það áhugaverðasta sem við sáum með hjálp segulómunar á heila er að hjá fólki með hljóðóþol þá eru aukin samskipti á milli hljóðstöðva heilbarkar og vöðvastjórnunarsvæða sem stjórna hreyfingum andlits, munns og háls. Við sáum einnig svipað samskiptamynstur á milli sjón- og vöðvastjórnunarsvæða heilans sem getur skýrt það að hljóðóþol getur einnig átt sér stað vegna sjónræns áreitis. Þetta er skýringin á því að einstaklingar með hljóðóþol eru oft einnig með hreyfióþol (misokinesic, það er þeir finna fyrir hatri á sumum endurteknum hreyfingum). Þetta er grunnurinn sem við munum á komandi árum byggja vinnu okkar á að rannsóknum og meðferð, með mikilvægum alþjóðlegum fræðimönnum og á Ítalíu með ítölsku hljóðóþolssamtökunum. Professor Sukhbinder Kumar.