Niki

Þegar Niki situr í neðanjarðar lestinni og manneskjan á móti henni tyggur tyggjó með opinn munninn þá rýkur púlsinn umsvifalaust upp hjá henni. Ef manneskjan byrjar síðan að smella vörum eða blæs kúlu eykst árásargirnin um allan helming.

Fyrir fólk eins og Niki er þetta ekki einungis óþægilegt heldur beinlínis pynting. Hún líður fyrir hljóðóþol og er afar næm gagnvart tilteknum algengum hljóðum. Sérhvert snýt, hrota eða smellur breytist í hljóðpyntingarverkfæri fyrir Niki, sem þröngvar sér inn í heila hennar í gegnum eyrun og kveikir á rofa sem setur tilfinningaheim hennar á hvolf. Svo lengi sem hún man hefur hún þekkt þessar tilfinningar sem erfitt er að stjórna. „Á augnabliki fyllist ég reiði og verð að gjörólíkri manneskju“ segir þessi 30 ára gamla kona. Þetta leiðir oftar en ekki til vandamála gagnvart fjölskyldunni, nánum vinum og maka.

„Ég hata háan andardrátt eða hrotur. Og ég á erfitt með að þola það þegar einhver losar matarafganga úr tönnunum með tungunni eða talar með fullan munninn“ útskýrir Niki en listinn yfir pirrandi hljóð hefur stöðugt lengst í gegnum árin hjá henni.