Eyjarblað (e. Anterior insula)
Í heila spendýra, alls staðar í heiminum, er eyjarblaðið fremri hluti dýpsta hluta heilabarkar (e. insular cortex). Vitað er að eyjarblaðið tengist úrvinnslu tilfinninga, stjórnun hreyfinga, samskiptum og stjórnun innri líffæra svo sem hjarta og lungna.
Örvun (e. Arousal)
Viðbragðið hjá einstaklingi með hljóðóþol þegar hann verður fyrir „hljóðáreiti“. Það getur verið skynrænt viðbragð, líkamlegt viðbragð eða tilfinningalegt. Örvun er truflandi tilfinning og orsakar það sem er kallaða flótta-/árásarviðbragð.
Lífendurgjöf (e. Biofeedback, sjá einnig Taugaendurgjöf (e. Neurofeedback))
Er þjálfunarferli sem gerir viðkomandi kleift að stjórna lífeðlisfræðilegum viðbrögðum líkamans svo sem hjartslætti og húðhitastigi þegar mismunandi áreiti skynfæra eða tilfinninga á sér stað.
Hugræn atferlismeðferð (e. Cognitive Behavioral Therapy, CBT)
Hugræn atferlismeðferð miðar almennt að því að gera viðkomandi meðvitaðan um eigin „viðhorf“ (þekkingu, hugsanir, fyrri reynslu) sem tengjast ákveðnum aðstæðum eða hlutum sem valda óþægindum, kvíða eða slappleika. Meðvitund um og endurskilgreining þessara viðhorfa miðar að því að gera einstaklingnum kleift að þróa hæfni til að „ráða við“ aðstæður.
Samhliða raskanir (e. Comorbidity)
Þegar tvær eða fleiri raskanir eru til staða á sama tíma hjá sama einstaklingi sem er áhugavert viðfangsefni, sérstaklega þegar kemur að röskunum sem eru á frumstigi rannsókna eða hafa nýlega verið skilgreindar, eins og á við um hljóðóþol.
„Flótta-/árásarviðbragð“ (e. Fight/flight response)
Er lífeðlisfræðilegt taugaviðbragð sem gerist sem viðbragð við aðstæðum sem viðkomandi upplifir sem hættulegar og gerist almennt hjá einstaklingum með hljóðóþol þegar þeir örvast vegna hljóðáreitis. Viðbragðið hefur mikil áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður, þar sem það hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið sem leiðir til þess að ýmsum hormónum er seytt út í blóðrásina.
Tíðni (e. Frequency)
Er í hljóðfræði skilgreind sem fjöldi sveiflna á tímaeiningu (sekúndu). Háan fjöldi sveiflna á sekúndu upplifum við sem hátíðnihljóð, dæmi er fuglasöngur, en lágan fjölda sveiflna á sekúndu upplifum við aftur á móti sem lágtíðnihljóð, dæmi er rymurinn í þrumu.
Hljóðofurnæmi (e. Hyperacusis)
Er aukin næmni gagnvart hljóði. Þolendur upplifa lág og almennt þægileg hljóð sem afar hávær .
Inngilding (e. Inclusion)
Í félagslegu samhengi fjallar hún um þátttöku einstaklingsins í ólíkum félagslegum kimum, þar með talið í skóla og vinnu. Endanlegt takmark er að tryggja virka þátttöku sérhvers einstaklings í samfélaginu óháð tilvist takmarkandi þátta.
Nám (e. Learning)
Er lykil viðfangsefni sem hjálpar einstaklingnum að byggja upp eigið kerfi þekkingar á veruleikanum sem hann lifir í. Nám getur átt sér stað í formlegu samhengi, svo sem í skóla, háskóla eða í starfsnámi, eða í óformlegu samhengi líkt og með heimsóknum á söfn, kynnisferðum og þátttöku í menningarviðburðum eða óformlegu samhengi líkt og með samtölum við vini eða með því að horfa á kvikmyndir eða heimildamyndir í sjónvarpi.
Hljóðstyrkur (e. Loudness)
Í hljóðfræði er hljóðstyrkur eigindleg upplifun af styrk hljóðs (sem leyfir að gerður sé greinarmunur á milli háværra og lágværra hljóða). Ólíkt hljóðofurnæmi þá er hljóðstyrkur ekki vandamál hjá einstaklingum með hljóðóþol: bæði lágvær og hávær hljóð geta valdið streitu.
Eftirhermun (e Mimicry)
Er „sjálfvirk“ og ómeðvituð eftiröpun af athöfnum annarra. Eftirhermun er talin leika mikilvægt hlutverk í viðbrögðum einstaklinga með hljóðóþol við hljóðáreiti.
Taugaendurgjöf (e. Neurofeedback, sjá einnig Lífendurgjöf (e. Biofeedback))
Er tegund lífendurgjafar sem snýr að heilastarfsemi: hún byggir venjulega á flæði upplýsinga sem fengnar eru með rafheilalínuriti (e. Electroencephalography, EEG).
Taugafræði (e. Neuroscience)
Samanstendur af rannsóknum á taugakerfinu og felur í sér allmörg svið líffræðinnar, svo sem sameindalíffræði, frumulíffræði, þroskalíffræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði, líffærafræði, erfðafræði o.s.fr. Þrátt fyrir að vera gömul fræðigrein þá urðu miklar framfarir á seinni helmingi tuttugustu aldar, þökk sé þróun nútíma læknisfræði og upplýsingatækni.
Hljóðfælni (e. Phonophobia)
Er hræðsla við hljóð, almennt einnig við hljóð sem skoða má sem venjuleg og með ásættanlegan styrk, en stafar ekki eingöngu af hræðslu við tiltekin flokk hljóða líkt og á við um hljóðóþol.
Segulörvun heila (e. Transcranial Magnetic Stimulation, TMS)
Er meðferðarúrræði sem byggir á segulörvun tiltekinna heilasvæða. Aðferðin krefst ekki aðgerðar og miðar að endurhæfingu á virkni heilastöðva sem tengjast tilteknum læknisfræðilegum eða sálfræðilegum röskunum.
Hljóðáreiti (e Trigger sound)
Eru hljóð sem örva einstaklinga með hljóðóþol á einstaklega öfgakenndan hátt. Þetta eru fyrst og fremst matarhljóð og hljóð í öndunarvegi annarra einstaklinga.
Hvítt suð (e. White noise)
Er hljóð sem samanstendur af öllum heyranlegum tíðnum með jöfnum innbyrðis styrk: af þeirri ástæðu er það afar gott til að yfirgnæfa umhverfishljóð sem geta verið pirrandi, líkt og hljóðáreiti. Það líkist hljóði í fallandi vatni svipað og þegar er úrhellis rigning eða foss í nágrenni.
The Misophonia@School project will carry out study and implementation activities addressed to produce the following four Intellectual Outputs:
All Misophonia@School products will be progressively available on this website in 9 languages: English, Italian, Spanish, Poland, Turkish, German, Slovenian, Greek and Icelandic.
Stuðningur Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við gerð þessarar vefgagnamiðstöðvar felur ekki í sér stuðning við innihaldið sem endurspeglar einungis sjónarmið höfunda og Framkvæmdastjórnin er á engan hátt ábyrg fyrir hverslags notkun sem kann að byggja á innihaldi hennar.
Verkefnisnúmer: 2020-1-IT02-KA201-079622
© Misophonia@School 2023