Peter

Fyrsta reynsla mín af hljóðóþoli átti sér stað þegar ég heyrði lagið „Toms Diner“ með Suzan Vega (https://www.youtube.com/watch?v=FLP6QluMlrg). Ég þoldi það ekki, þessi D og T hljóð, hræðileg.

Eftir þetta varð ég fyrir þeirri reynslu að D og T hljóðin í ömmu minni fóru einstaklega mikið í taugarnar á mér. Ég huldi eyrun og hún byrjaði að gráta af því að þessi hegðun særði hana. Ég fann fyrir mikilli og skyndilegri reiði inni í mér.

Núna upplifi ég þetta með konunni minni sem ég hef verið með í sjö ár. Með henni byrjaði þetta tveimur eða þremur árum eftir að við giftum okkur þegar D og T hljóð gerðu mig mjög árásargjarnan og sötrið þegar hún drekkur te fór að fara í taugarnar á mér. Ég fæ flóttahugsanir, finn fyrir reiði og verð samstundis uppstökkur. Ég hlusta ekki vel, klóra mér í hausnum á meðan ég hlusta til að hljóðin í klórinu drekki út þessum hljóðum. Auk þessa virðist fleira vera áreiti, t.d. þegar hún ræskir sig, sem hún gerir eins og pabbi hennar. Mjög oft raular hún ósjálfrátt, oft eru það samhengislausar laglínur sem smjúga í gegnum merg og bein. Annað áreiti er mjúkt varahljóð þegar hún opnar munninn áður en hún hóstar eða þegar hún bítur í hnífapörin á meðan hún borðar.

Þegar ég verð fyrir áreiti þarf ég fleiri klukkutíma til að jafna mig. Þegar hún talar við mig og segir til dæmis orðið „Ehrenfeld“ þannig að ég heyri D undir lok orðsins verð ég fjúkandi reiður, afar uppstökkur. Ég geti ekki hlustað eftir það og vil bara fara, forða mér.