Prófessor Sukhbinder Kumar: hljóðóþol er ekki röskun á úrvinnslu hljóðs

Hljóðóþol er ástand þar sem venjuleg dagleg hljóð, svo sem hljóðið þegar einhver er að borða, drekka eða jafnvel anda, valda mikilli vanlíðan þolandans. Þar sem þetta „hljóðáreiti“ er algengt í félagslegum aðstæðum þá forðast einstaklingar með hljóðóþol aðstæður líkt og fjölskyldufundi eða almenningssamgöngur. Á rannsóknastofu okkar við háskólann í Iowa unnum við að því að skilja heilaferlin að baki hljóðóþoli.

Árið 2017 sýndum við að sá hluti heilans sem heitir eyjarblað (anterior insula), sem þekkt er að tengist úrvinnslu tilfinninga, sýnir mjög mikla virkni þegar einstaklingar með hljóðóþol hlusta á hljóðáreiti. Í hinn bóginn er athyglisvert að sá hluti heilans sem sinnir úrvinnslu hljóðs (auditory cortex) sýnir eðlilega virkni hjá einstaklingum með hljóðóþol. Í nýjustu greinum okkar sem birtust 2021 höldum við því fram að hljóðóþol sé ekki röskun á úrvinnslu hljóðs sem slíkt, en er miklu fremur tengt því hvernig við vinnum úr sýnilegu og heyranlegu áreiti frá öðru fólki.

Helstu niðurstöður heilamyndatöku er að „afbrigðileikinn“ sem tengist hljóðóþoli á ekki heima í þeim hluta heilans sem vinnur úr hljóðum heldur í þeim hlutum heilans sem túlka og gefa hljóðum merkingu. Við vonum að þessar niðurstöður af vinnu okkar muni hjálpa til við þróun betri meðferða og þjálfunar við hljóðóþoli í framtíðinni. Prófessor Sukhbinder Kumar.