Ég er frekar rólegur einstaklingur, en eitt af því sem fær mig til að froðufella af reiði er hljóðið í eiginmanni mínum að tyggja. Ég get ekki sagt til um það hvort hans tygging sé á einhvern hátt frábrugðin tyggingu annarra, að öðru leyti en því að ég þarf að hlusta á hana daglega. En ég veit að tyggingahljóðin hans eru þau einu sem láta mér líða þannig að ég vil rífa upp stólinn og henda honum yfir herbergið.
Þegar við þetta bætis sötur – já ég á við þig, ramen núðlur – þá fæ ég nánast flogakast. Ég get oft ekki hamið mig og segi: „Guð minn góður, geturðu ekki tuggið með aðeins minni látum?!“ Síðan geng ég venjulega út til að forða mér frá hljóðinu áður en ég geri eitthvað sem gæti komið mér í fangelsi.
Margir greina frá því að tiltekin hljóð, oft en ekki alltaf frá tilteknu fólki, veki upp þvílíka reiði að þeim finnst þeir vera að springa.