Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið út hvaða hluti heilans tengist lítið rannsökuðu áreiti tengdu hljóðóþoli, ástands sem lýsir sér sem mjög miklu óþoli gagnvart tilteknum hljóðum.
Niðurstöður vísindamanna við ríkisháskólann í Ohio benda til þess að ein vinsæl skýring á orsökum hljóðóþols sé mögulega röng.
Einstaklingar með hljóðóþol, sem hrjáir allt að 20% almennings, finna fyrir reiði, ógeði og löngun til að leggja á flótta þegar þeir heyra tiltekin hljóð.
Tyggingahljóð og svipuð hljóð frá munni eru oftast tengd röskuninni. Í fyrri rannsókn komu fram vísbendingar um að hljóðóþol gæti stafað af ofur næmum tengingum milli þeirra svæða heilans sem sinna úrvinnslu hljóðs og svæða sem stjórna andlitshreyfingum, þeirra sem tengjast andliti og munni.
Þessi nýja rannsókn er sú fyrsta til að kanna hvað gerist í heilanum þegar fólk smellir fingrum endurtekið, annað hljóð sem getur verið áreiti fyrir sumt fólk með hljóðóþol.