Julia

Julia er 25 ára og vinnur hjá fyrirtæki sem veitir lögfræðiráðgjöf. Í dag kom hún snemma til vinnu til að vinna að verkefni sem verður að klára fyrir hádegi. Fyrstu tvo klukkutímana vinnur hún án hvíldar og með fullri einbeitingu í hljóðlátu herberginu. En klukkan 9 kemur sú samstarfskona hennar sem situr gegnt henni. Fljótlega fer hún einnig að vinna og byrjar að slá pennanum í skrifborðið.

Hljóðið í pennanum kveikir sterk tilfinningaleg og líkamleg viðbrögð hjá Juliu. Hún finnur fyrir skyndilegri reiði og pirringi og hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn vex. Þar sem hún fer of mikið hjá sér til að biðja samstarfskonuna að hætta þessu þá finnur hún fyrir líkamlegum tilfinningum líkt og svita, skjálfta og spennu yfir brjóstkassann. Hún getur ekki einbeitt sér að vinnunni; hljóðið í pennanum yfirgnæfir allt og gerir henni ómögulegt að einbeita sér að einhverju öðru. Julia veit ekki hvað hún getur gert. Henni finnst hún föst og langar til að flýja aðstæðurnar en það á enn þá eftir að klára síðustu síðurnar í skýrslunni sem þarf að vera klár eftir nokkra tíma. Hún finnur fyrir reiði og langar til að ráðast á samstarfskonuna til að reyna að fá hana til að stoppa.