Margt fólk þolir ekki tiltekin hljóð, svo sem hljóðið þegar tafla er klóruð eða hávær matarhljóð í bíói. En hljóðóþol er frábrugðið. Það er alvarlegur og síversnandi sjúkdómur sem hefur lagt líf fólks í rúst og eyðilagt sambönd, sérstaklega með þeim sem standa þolendum næst, sem leiðir til fjarlægðar og jafnvel vinaslita. Af þessum sökum köllum við hljóðóþol stundum „Midas röskunina.“
Hljóðóþol byrjar venjulega í barnæsku. Það hefur sérstaklega slæm áhrif á börn á lykil tímabili menntunar og þroska þeirra. Áreitið getur vaxið svo mikið að á endanum er þolandinn í raun lokaður einn inni á heimilinu.
Hljóðóþol var áður „ósýnilega“ röskunin. Þolendur voru ekki teknir alvarlega eða fengu að vita frá læknum að ekkert væri hægt að gera, en nú eru þolendur að taka höndum saman á vefnum. Hljóðóþol er ein af fyrstu fullmótuðu sjúkdómsgreiningunum sem komið hafa fram á netöld.